Íslend­ing­ar taka sér stærri hlut af mak­rílafl­an­um í Norður-Atlants­hafi en þeir hafa áður gert. Mak­ríl­kvóti ís­lenskra skipa verður 140 þúsund tonn í ár, sam­kvæmt reglu­gerð sjáv­ar­út­vegs­ráðherra. Er það rúm­lega 32 þúsund lest­um meira en fyrri viðmiðun­ar­regl­ur hefðu gefið, segir í frétt hjá mbl.is

Íslend­ing­um hef­ur ekki verið hleypt að samn­inga­borði strand­ríkja­hóps mak­ríls þrátt fyr­ir marg­ar til­raun­ir. Þess vegna hafa stjórn­völd tekið sér ein­hliða kvóta eft­ir að mak­ríll fór að veiðast á Íslands­miðum. Miðað hef­ur verið við 16,5% af kvóta strand­ríkj­anna sem hefði gefið 108 þúsund tonn í ár. Nú er miðað við sama hlut­fall en af áætlaðri heild­ar­veiði allra ríkja. Bú­ast má við að heild­arafl­inn fari um 80 þúsund tonn yfir ráðgjöf vís­inda­manna. „Ég sé ekki ástæðu til þess að við verðum eitt ríkja að vera í þeirri stöðu að taka ábyrgð á þess­um sam­eig­in­lega deili­stofni okk­ar,“ seg­ir Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra. Afla­marki var út­hlutað í gær og fyrstu skip­in héldu til veiða síðdeg­is.