Á sjó til að borga prestinum fermingartollinn
6. júní, 2025
Séra Guðmundur Örn í sjómannamessunni á sunnudaginn. Myndir Óskar Pétur.

Trúin á Guð í ölduróti lífsins er enn í góðu gildi – Predikun séra Guðmundar Arnar á sjómannadaginn:

„Nú ætla ég ekki að þykjast vera annar en sá landkrabbi sem ég er en ég hef áður rifjað upp á sjómannadegi meinta sjómennsku mína,“ sagði séra Guðmundur Örn í sjómannadagspredikun sinni í Landakrikju að loknum blessunarorðum og tilvitnun í sjóferðir í Nýja Testamenntinu. Sjómennska hans væri mest bundin við   ferðir með Herjólfi milli lands og Eyja.

„Samt erum við einhvernveginn öll á sama báti,“ bætir Guðmundur við og segir söguna af honum Sidda frænda sínum sem byrjaði ungur til sjós. Saga af miklum örlögum en líka saga um breytta og betri tíma.

„Það er þó ekki svo að í minni fjölskyldu sé enga sjómenn að finna, og raunar eru og voru þeir allnokkrir. Siddi, föður bróðir minn, var sjómaður.  Strax að lokinni fermingu fór hann á sjó til að borga prestinum fermingartollinn, enda voru afi og amma í raun fátækt fólk langt fram eftir 9. áratug síðustu aldar. Og ég man að amma var alltaf með samviskubit yfir því að Siddi hafi þurft að fara á sjó svona snemma og missa um leið af tækifærum sem jafnaldrar hans höfðu fengið.

 

Sjómannadagsráð sat að venju í kór Landakirkju í sjómannamessunni.

 

Anddyri útlanda

Þegar ég fer að muna eftir mér þá er Siddi á fraktörum og ég man að þegar maður kom inní herbergið hans hjá afa og ömmu, þá fannst manni maður vera staddur inní anddyri útlanda.

Þar inni voru hlutir frá framandi stöðum heimsins, spjót og skjöldur einhversstaðar frá Afríku, uppstoppaður krókódíls ungi, sjóhattar, könnur og myndir og ýmiskonar mynjagripir frá ólíkum stöðum, sumt kannski ekki við hæfi barna og verður ekki rifjað upp hér, enda ekki við hæfi í kirkju.

En svo var Siddi með tattoo, sem mér fannst ótrúlega töff, skjaldamerkið íslenska á framhandleggnum og nakta konu á upphandleggnum. En þessi sjómannsfrændi minn var ótrúlega þolinmóður við mig og leyfði mér berja á bongótrommur og máta búninga og sveifla sverðum og handfjatla flotta hnífa sem hann hafði orðið sér útum á þessum siglingum sínum um heiminn. Og svo átti hann auðvitað alltaf machintosh, sem var svona eins og að bragða á himnaríki á æskuárum mínum.

Einhverntíman þegar Siddi kom í land þá bar svo við að hann hafði ekkert macintosh í farteskinu, sem var mjög óvenjulegt og hann sá um leið að hér hafði honum brugðist bogalistin, og valdið vonbrigðum, þó maður reyndi auðvitað að láta sem minnst á því bera.

 

Karlakórinn lagði Kirkjukórnum lið í söngnum.

 

Fútt í bíltúr

Hann sá að sjálfsögðu hvernig landið lág, og bauð mér í bíltúr, sem var nú eitthvað sem fútt var í, því í bílnum hjá Sidda var plötuspilari, sem átti það auðvitað til að hrista nálina óþarflega til í holóttum malarvegum.  En við félagarnir rúntuðum um alla Akureyri og Siddi kom við á nokkrum stöðum og ég beið hinn rólegasti inní bíl á meðan og hlustaði á plötur.

Eftir því sem stoppunum fjölgaði varð Siddi hressari, og raunar var hann orðinn svo hress undir lokin að hann eiginlega drafaði af hressleika, ef svo má segja.

Og þá ákveður hann að kominn sé tími á sjoppustopp, enda búinn með vindlana sína og spyr hvort ég vilji ekki fá eitthvað slikkerí. Ég hélt það nú, og bað um að fá Mars, sem ég hafði einhverntíman smakkað. „Hvað villtu mörg?“ spurði Siddi og ég sagði nú að eitt ætti að duga. „Eitt Mars? Það er ekki neitt.“ Svo snýr hann sér að afgreiðsludömunni og segir: „Ég ætla að fá einn pakka af London docs og 10 mars.“

Kinks, Doors og Rolling Stones

Svo var haldið áfram að rúnta um bæinn og ég reif í mig hvert marsið á fætur öður á meðan Siddi púaði vindla undir taktföstum tónum frá Kinks, Doors og Rolling Stones. Það er skemmst frá því að segja að þessi marsveisla endaði eiginlega með ósköpum þegar löggan stoppaði okkur fændurna þar sem ökulagið þótti eitthvað einkennilegt og um leið og Siddi var leiddur burt í járnum þá skiluðu öll mars stykkin sér til baka uppúr mér og yfir laganna verði. Allt þetta varð svo til þess að ég smakkaði ekki Mars aftur fyrr en löngu eftir að ég varð fullorðinn. Siddi bólusetti mig eiginlega fyrir lífstíð gagnvart hverskyns marsáti.

 

 

Þorbjörn Vígluncdsson ber út kransinn sem lagður var á minnismerki drukknaðra og hrapaðra.

 

Í kröppum dansi

En hann sagði mér líka sögur af sjónum, sögur sem einkenndust af ævintýrum frá fjarlægum stöðum, en eftir því sem ég varð eldri urðu sögurnar hans Sidda ekki með sama ævintýrablænum.  Það kom auðvitað í ljós að stundum lentu menn í kröppum dansi, slösuðust illa eða misstu menn í hafið. Þá gat verið gott að vita að menn voru ekki einir á báti. Það kom nefnilega í ljós að Siddi lagði traust sitt á Jesú í slarkinu.

Þessar sögur urðu mér dýrmætari eftir því sem árin liðu og nánast eins og helgisögur eftir að Sidda lést langt um aldur fram fyrir tæpum 30 árum.  En sögurnar hans Sidda hafa kennt mér lífsvisku og lífssýn þess sem horfist í augu við háska og óvænt veðrabrigði á sjó og í sál.

Sögurnar úr Biblíunni búa einmitt yfir þessum töfrum og nýtast fólki því þær segja okkur svo margt um lífið.  Við erum stöðugt að læra og þurfum að tileinka okkur nýjar aðferðir og nýjan hugsunarhátt.  Það er himinn og haf á milli þess sem sjómenn fyrri tíðar þurftu að tileinka sér og þess sem nú er.

Tækninni hefur fleygt fram, veðurspár eru aðgengilegar og verða sífellt nákvæmari, veiðarfæri og vinnsla hafa þróast og fjarskipti hafa gjörbreyst.  Slysavarnir hafa eflst og miklu munar líka um Slysavarnarskóla sjómanna sem kennir fólki að bregðast við hættulegum aðstæðum.

Lítið breyttist í 2000 ár

Á dögum lærisveinanna og allt fram á síðustu öld voru bátar knúnir áfram með afli manna.  Sjómennirnir réru og ekki var nóg að hafa keipu fasta við borðstokkinn ef engin var árin.  Handaflið var eina aflið áður en vélbátar komu til sögunnar í byrjun síðustu aldar.

Sjómenn fyrri tíðar sem ekki höfðu aðgang að veðurspá, tölvum og tækjum snéru sér til þess sem hefur vald yfir hafdjúpinu.  Þeir fóru á sjó í Jesú nafni og lögðu sig og áhöfnina alla í hendur Guðs.  Austfirsk sjóferðabæn hefst á þessu versi:

Jesús með okkur jafnan sé

Jesús með sinni náðinni

Jesús á bak, Jesús á brjóst,

Jesús burt hrindi öllum þjóst,

Jesús um nótt, Jesús um dag

Jesús blessi vorn aflahag.

Allt er breytingum háð. Menn áttuðu sig á því endur fyrir löngu.  Grískur heimspekingur, Heraklítos að nafni sem uppi var á 5. öld fyrir Krist sagði:  „Það endist ekkert nema breytingarnar.“  Og þessi orð eiga vel við nú á tímum. Það hafa gerst miklar breytingar og eru að gerast, jafnvel svo hratt að við verðum að hafa okkur öll við til að fylgjast með. Nú þykir t.d. ekkert tiltökumál að graðka í sig Mars stykkjum allt árið um kring. Já nánast allt er breytingum háð í henni veröld. En ekki Guð. Trúin á Guð í ölduróti lífsins er enn í góðu gildi, því hann er sá sami frá upphafi, er enn í dag og verða mun um aldir alda. Amen.

 

 

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
EF Fors 10 Tbl 2025
10. tbl. 2025

NÝBURAR

Aaro Orrason Vähätalo
30. ágúst 2025
Drengur
Turku Finnland
Laura Vähätalo og Orri Arnórsson

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.