Þrátt fyrir að 10 ár séu síðan Eldheimar opnuðu hefur enn ekki verið lokið við frágang í kringum húsið og við bílastæðin. Meðal annars var blaðamanni Eyjar.net bent á að hreinlega væri slysahætta á stað austan megin við innganginn.
Brynjar Ólafsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar var til svara vegna málsins.
Er það á einhverri áætlun hjá bæjaryfirvöldum að ljúka þessum frágangi á næstunni?
Við áætlum að klára lokafrágang fyrir framan húsið og í kringum bílastæðin í sumar. Varðandi þessa slysahættu þá tökum við öllum slíkum ábendingum mjög alvarlega og verður einnig lagfært í sumar, segir Brynjar.
Meðfylgjandi myndir voru teknar í liðinni viku.
https://eyjar.net/aratugur-fra-opnun-eldheima/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst