Svæði sem í dag er undir hrauni verður í boði fyrir verslun, þjónustu og íbúðir ef áform bæjaryfirvalda ganga eftir samkvæmt umfjöllun Morgunblaðsins. Málið var tekið fyrir í umhverfis- og skipulagsráði þar sem samþykkt var að fela umhverfis- og framkvæmdasviði að skrifa minnisblað um hvernig standa skuli að því að útbúa lóðir á svæðinu.
Svæðið sem um er að ræða er suður af FES-inu og gæti numið um 40.000 m2 ef marka má útreikning Eyjafrétta. Samkvæmt grein Jónu Sigríðar Guðmundsdóttur formaður umhverfisráðs sem birtist á Eyjafréttir.is s.l. fimmtudag þá er svæðið hluti af framtíðarsýn bæjaryfirvalda, í greininni segir hún að unnið sé að minnisblaði um næstu skref svæðisins. “Mikilvægt er að skoða alla möguleika til að fjölga lóðum í miðbænum, enda lóðir í miðbænum mjög eftirsóttar. Nauðsynlegt er fyrir bæjarfélagið að eiga fjölbreyttar lóðir lausar svo frekari uppbyggingu verði ekki hamlað.”
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst