„Ég hef afþakkað fjórða sæti á lista í Suðurkjördæmi hjá Miðflokknum.” segir í tilkynningu frá Guðna Hjörleifssyni sem hafði áður gefið út að hann gæfi kost á sér í 2. eða 3. sæti á lista flokksins.
„Stefnan var sett á annað til þriðja sætið, sem gekk því miður ekki eftir og því hef ég ákveðið að láta gott heita. Ég vil þakka öllum þeim sem studdu mig áfram og öllum þeim sem studdu flokkinn. Ég vil hvetja alla að kynna sér málefni Miðflokksins og kjósa. Miðflokknum vil ég óska til hamingju með listann og óska þeim góðs gengis í komandi kosningum.” segir í tilkynningu Guðna Hjörleifssonar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst