Veiðar á norsk-íslensku síldinni hafa gengið ágætlega og helst að makríll setji strik í reikninginn því hann má ekki fara yfir 12% í meðafla. Skipin hafa því flutt sig norðar til að forðast makrílinn og eru norðan við Kolbeinsey.„Það er ágætis síldveiði, mismikið af makríl með, en þeir hafa reynt að forðast hann og flutt sig norðar, “ sagði Ólafur Guðmundsson þjónustustjóri útgerðar, þegar leitað var frétta hjá Ísfélaginu. Álsey landaði 400 tonnum í vinnslu á Þórshöfn um helgina og Þorsteinn tæplega 1600 tonnum.