�??�?etta var heldur betur afdrifaríka gærkveldið, segir Ágúst Halldórsson, vélstjóri á loðnuskipinu Álsey VE á laugardaginn á Facebooksíðu sinni en þá hafði mikið gengið á. Og hann Ágúst kann að orða hlutina. �??Kláruðum löndun um hálf tíu og rukum beint út í svartnættið í áttina að loðnumiðunum sem voru ekki nema um klukkustundar siglingu frá. �?egar við vorum að verða komnir kom kall frá �?lafi Einarssyni um að hann ætti einhvern afgang úr nótinni af Heimaey. �?á voru þeir búnir að dæla í sig og fylla í kælingu einhverjum 1500m3.
�?eir dældu í okkur einhverjum 700m3 en þegar það var að klárast úr nótinni hjá þeim barst neyðarkall frá Víking. �?ar sem hann var búinn að fá nótina í afturhliðarskrúfuna og enþá með veiðarfærið í sjó, hræddur um að fá í aðalskrúfuna og veðrið farið að versna. Einnig var hann hættulega nálægt landi og þyrfti ekki að spyrja af leikslokum og veseninu ef svona skip ræki upp í fjöru.
Svo við rukum til og stímdum í átt til þeirra á meðan peyjarnir á dekkinu græjuðu tilheyrandi taugar til að koma togvírnum í hann. �?að gekk ágætlega að koma taug yfir í Víking og gera klárt í tog.
Síðan náðum við að draga Víking létt suður frá ströndinni þar sem þeir komust úr hættu, gátu náð veiðarfærum í rólegheitum um borð og loks siglt undir eigin vélarafli til Vestmannaeyja að skera úr og athuga skrúfur.
Loks þegar við vorum lausir allra mála var orðið kolvitlaust veður og ekki möguleiki að kasta nót. Svo við lúrum austan við Vestmannaeyjar og bíðum færis til að klára túrinn.
Á myndinni sést þegar peyjarnir eru að skjóta líflínu yfir í Víking.
�?að eru engir dagar eins á sjónum krakkar mínir.