Önnur fyrirtæki gætu þurft að taka stórar ákvarðanir um breytingar í rekstrinum með því að draga úr fjárfestingum og segja upp fólki. Á þetta bæði við minni og stærri fyrirtæki.
Á ráðstefnu Eyjafrétta um fyrirhugaðar breytingar ríkisstjórnarinnar á veiðigjöldum var Róbert Ragnarsson meðal frummælenda. Hann er ráðgjafi hjá KPMG, stjórnmálafræðingur og fyrrum bæjarstjóri í Grindavík og Vogum og hefur fyrst og fremst sinnt ráðgjöf fyrir sveitarfélög. Róbert vann skýrslu fyrir Samtök sjávarútvegssveitarfélaga um hugsanleg áhrif hækkunar á veiðigjöldum á sveitarfélög sem byggja afkomu sína á sjávarútvegi. „Hækkunin lendir fyrst og fremst á fyrirtækjum með heimilisfesti í átta sveitarfélögum en áhrifanna gætir víðar,“ sagði Róbert og nefndi fyrirtæki skráð í Reykjavík en með starfsemi úti á landi.
„Við reyndum að nálgast hækkunina eftir kjördæmum og sést að hækkunin vegur hvað þyngst í Suðurkjördæmi. Er það ekki síst vegna áætlaðrar 1,5 milljarða hækkunar hér í Vestmannaeyjum,“ sagði Róbert. Ef litið er til félaga með starfsemi á fleiri en einum stað eins og Ísfélagið, Gjögur, Samherja og Brim, þá verður hækkunin mest í Norðausturkjördæmi en hækkunin í Suðurkjördæmi verður engu að síður mikil. „Ákvarðanir teknar hér í Vestmannaeyjum geta mögulega haft áhrif annarsstaðar en við vitum ekki hver þau verða,“ sagði hann einnig.

Hækkunin mest í Eyjum
„Fyrir þennan fund ákváðum við draga fram áhrifin í Vestmannaeyjum þar sem hækkunin er mest. Áætlaðar 1500 milljónir en gætu orðið meiri. Við reyndum líka að finna út hvaða fyrirtæki eru líkleg til að lenda vandræðum og hvar áhrifin gætu verið veruleg. Það á við um fyrirtæki þar sem veiðigjöldin vega 80 prósent eða meira af meðalhagnaði áranna 2020 til 2023. Hundrað fjörutíu og eitt félag lendir undir þessu og bera þau um 12 prósent af boðaðri hækkun veiðigjaldanna. Svo eru 117 fyrirtæki þar sem hækkunin verður 100 prósent eða meira af meðalhagnaðinum,“ sagði Róbert og kom næst inn á gagnrýni fjármálaráðuneytisins um að búið sé að greiða veiðigjöldin áður en til hagnaðarins kemur.
„Við erum alveg meðvituð um það og erum að reyna draga fram hvar veiðigjöldin komi til með að vega það þungt að þau gætu haft veruleg áhrif. Gætu leitt til þess einhverjir taka ákvörðun um að selja og samþjöppun verði meiri. Önnur fyrirtæki gætu þurft að taka stórar ákvarðanir um breytingar í rekstrinum með því að draga úr fjárfestingum og segja upp fólki. Á þetta bæði við minni og stærri fyrirtæki. Í Vestmannaeyjum eru fimm félög sem falla undir þessa skilgreiningu, en þau eru flest frekar smá“ sagði Róbert sem telur að eigendur smærri fyrirtækja gætu hugsað sér til hreyfings og muni selja. „Spurningin er hvort aflaheimildir haldist í Vestmannaeyjum eða ekki,“ bætti hann við.
Róbert sagði ekki liggja fyrir mat á áhrifum breytinganna á sveitarfélögin. Það hafi þó verið reynt, að vega og meta hvað er líklegt að gerist. „Sveitarfélögin fara fram á að farið verði hægar í þessar breytingar. Áhrifin metin og hækkunin innleidd í skrefum. Það er afstaða sveitarfélaganna.“ sagði Róbert að endingu.



















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.