Í gær var efnt til dagskrár í tilefni af því að öld er liðin frá fæðingu frændsystkinanna Jóns Björnssonar í Bólstaðarhlíð og Þóru Sigurjónsdóttur frá Víðidal, sem fæddust sama dag (þann 17. júní) af systrum og í sama húsi. Húsinu Víðidal hér í Vestmannaeyjum.
Afkomendur Jóns og Þóru minntust þeirra og afhentu safninu bækur sem teknar hafa verið saman um líf þeirra og störf. Dagskráin var afar áhugaverð, einlæg og fróðleg. Henni verður einnig gerð skil í næsta tölublaði Eyjafrétta. Myndband Halldórs B. Halldórssonar frá dagskránni má sjá hér að neðan.
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.