Allir lönduðu fyrir austan
Vestmannaey VE og Bergur VE við bryggju í Eyjum.

Ísfisktogarinn Gullver NS landaði 76 tonnum á Seyðisfirði á þriðjudaginn og Vestmannaeyjaskipin Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu bæði fullfermi í Neskaupstað í gær. Gullver hóf veiðar austur af landinu og endaði túrinn á hinu svonefnda Gula teppi. Vestmannaeyjaskipin hófu veiðar suður ef landinu en enduðu einnig á Gula teppinu. Gula teppið er á Skrúðsgrunni eða austan við Hvalbaksgrunn og nafnið kemur til vegna þess að trollið verður loðið af gulum sjávargróðri þegar veitt er þar.

Bjarni Ólafur Hjálmarsson, skipstjóri á Gullver, segir að aflinn hafi mest verið þorskur og ýsa. „Við reyndum fyrir okkur á Glettingi og á Tangaflaki en enduðum á Gula teppinu. Fiskiríið var rólegt framan af en glæddist í lokin,“ segir Bjarni Ólafur.

Ragnar Waage Pálmason, skipstjóri á Bergi, segir að þeir hafi hafið veiðar í Breiðamerkurdýpinu. „Síðan var haldið á Hvalbaksgrunn og þar voru tekin nokkur hol. Veiðin var þokkaleg í upphafi en síðan dró úr henni. Þá lá leiðin á Gula teppið og klárað. Aflinn er mest ýsa, þorskur og ufsi,“ segir Ragnar.

Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey, segir að þeir hafi einnig hafið veiðar í túrnum á Breiðamerkurdýpi. „Þar tókum við tvær birtur en síðan var haldið á Ingólfshöfðann þar sem við vorum eina nótt. Þá reyndum við fyrir okkur á Hvalbaksgrunni en enduðum á Gula teppinu á Skrúðsgrunni. Þetta er ágætis fiskur sem fékkst í túrnum. Í upphafi var skítabræla en þegar komið var austur fyrir var himinsins blíða. Aflinn er mest ýsa og þorskur, dálítið af ufsa en minna af öðrum tegundum,“ segir Birgir Þór.

Nýjustu fréttir

Loðnuráðgjöf hækkuð í 197 þúsund tonn
Önnur sýning á lifandi kvikmyndum í Sagnheimum
Eyjafréttir í nýjum búningi á nýju ári
ÍBV tekur á móti Fram í kvöld
Elliði maður leiksins og Ísland í undanúrslit
Beðið með eftirvæntingu eftir loðnuráðgjöf
KR-ingur á láni til ÍBV
Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.