Eftir grátlegt tap, 4:3 gegn KA fyrir norðan er ÍBV komið með bakið upp að vegg með aðeins fimm stig á botni Bestu deildar karla. Það er því mikið undir þegar karlarnir mæta liði Vals á Hásteinsvelli í dag kl. 16:00 í 13. umferð deildarinnar. Valur er í fimmta sæti með 20 stig og tapaði 0:3 fyrir Keflavík í síðustu umferð.
Þegar Valur og ÍBV mættust í fyrri umferðinni var niðurstaðan 2:1 heimasigur Vals sem sýnir að ÍBV á góða möguleika í leiknum í dag þar sem allt er undir fyrir Eyjamenn.
Staðan á botninum:
| Fram | 12 | 21:29 | 13 |
| Leiknir R. | 12 | 11:17 | 10 |
| FH | 13 | 16:23 | 10 |
| ÍA | 12 | 13:25 | 8 |
| ÍBV | 12 | 12:24 | 5 |





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst