Í hádeginu í dag varð umferðaróhapp á gatnamótum Strandvegar og Heiðarvegar þegar tveir pallbílar lentu í nokkuð hörðum árekstri. Á gatnamótunum eru umferðarljós.
Stefán Jónsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni í Vestmannaeyjum segir í samtali við Eyjafréttir að það sem vitað sé á þessari stundu er að talsvert eignatjón er á bifreiðum og minniháttar meiðsli. „Vinna stendur yfir á vettvangi þegar þetta er ritað og tildrög í rannsókn.”
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst