Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna í Suðurkjördæmi lagði eftirfarandi fyrirspurn til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um rekstur innanlandsflugvalla.
1. Til hvaða ráðstafana hyggst ráðherra grípa til að tryggja rekstur innanlandsflugvalla, viðhald þeirra og uppbyggingu í ljósi þess að fjárveitingar til innanlandsflugvalla voru skornar niður í fjárlögum fyrir árið 2017?
2. Hvenær má búast við ráðstöfunum ráðherra til að tryggja starfsemi innanlandsflugvalla og verður það áður en kemur til frekari uppsagna starfsfólks og skertrar þjónustu á flugvöllum sökum samdráttar í fjárveitingum?
3. Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að gerður verði lengri þjónustusamningur við Isavia en nú er, t.d. til fimm ára í senn, þannig að unnt verði að gera haldbærar áætlanir um rekstur, viðhald og framkvæmdir vegna innanlandsflugs?
Skriflegt svar óskast