Togararnir Bergey VE og Vestmannaey VE hafa landað tvisvar í Neskaupstað í þessarri viku. Þeir lönduðu fyrst á mánudaginn og síðan eru þeir að landa á ný í dag, að því er segir í frétt á vef Síldarvinnslunnar. Þar er rætt við skipstjórana og þeir spurðir tíðinda af veiðiskapnum.
Jón Valgeirsson á Bergey sagði að árið byrjaði rólega hvað aflabrögð varðar. „Í fyrri túrnum var byrjað á Pétursey og síðan á Ingólfshöfða en þar var lítið að hafa. Þá var haldið á Gula teppið og þar fengum við mest af þeim 46 tonnum sem landað var á mánudaginn. Haldið var út á ný strax að löndun lokinni en þá hafði veðrið versnað til muna. Í dag erum við að landa um 30 tonnum og er aflinn mest þorskur. Aflinn fékkst á Gula teppinu, Grunnfætinum og í Litladýpi,” sagði Jón.
Egill Guðni Guðnason á Vestmannaey sagði að fyrri túrinn hefði verið um þrír sólarhringar. „Við veiddum víða í honum og var hvergi mikið að hafa. Við byrjuðum á Ingólfshöfða og síðan var haldið í Lónsbugt, Berufjarðarál og á Hvalbakssvæðið. Undir lokin var tekið eitt hol í Reyðarfjarðardýpi og tvö á Gerpisflaki. Alls staðar var þetta þannig að það komu smáglennur yfir hádaginn en það var rólegt á öðrum tímum sólarhringsins. Aflinn í þessum fyrri túr var 37 tonn, mest þorskur og ýsa. Það var virkilegt skítaveður í seinni túrnum, einkum framan af. Aflinn í honum var 25 tonn, mest ýsa. Í seinni túrnum var veitt á Skrúðsgrunni og í Reyðarfjarðardýpi og þá voru tekin hol á Gerpisflaki og Tangaflaki,” sagði Egill Guðni.
Í dag verður skipt um hluta áhafna beggja skipa og munu þau halda til veiða á ný síðar í dag eða í kvöld.
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.