Um þessar mundir er að koma út diskurinn Fullfermi af sjómannasöngvum með Árna Johnsen. Fjölmargir þjóðþekktir tónlistarmenn flytja nokkur af vinsælustu sjómannalögum þjóðarinnar með Árna, m.a. söngvararnir Kristján Jóhannsson og Ragnar Bjarnason en um er að ræða tvo geisladiska með 41 lagi. Lögin spanna áratuga tímabil en á disknum má bæði finna ný lög og svo lög sem nánast hver einasti Íslendingur kannast við og getur sungið með.