Ásgeir Aron Ásgeirsson er genginn í raðir HK frá ÍBV en Kópavogsfélagið staðfesti þetta í tilkynningu rétt í þessu. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Ásgeir Aron Ásgeirsson er sonur Ásgeirs Sigurvinssonar fyrrverandi landsliðsþjálfara Íslands. Hann gekk til liðs við ÍBV frá Fjölni fyrir ári síðan en hann hafði verið hjá Fjölni allan sinn meistaraflokksferil fram að því.