Vestmannaeyjabær hefur ráðið Ástu Björk Guðnadóttur í stöðu aðalbókara. Fjórir umsækjendur voru um stöðuna en einn dró umsókn sína til baka.
Í tilkynningu frá bæjaryfirvöldum segir að Ásta Björk hafi lokið námi frá NTV í bókhaldi og tók próf til viðurkenningar sem bókari með framúrskarandi árangri í lok árs 2023. Áður hafði Ásta Björk lokið B.Ed. gráðu frá Háskóla Íslands árið 2011.
Ásta Björk hefur starfað sem sérkennslustjóri á Kirkjugerði frá árinu 2022. Þá hefur Ásta Björk starfað sem ráðgjafi og við stjórnun verkefna og vinnustaða hjá Vestmannaeyjabæ frá árinu 2011.
Ásta Björk hefur í störfum sínum sýnt fram á mikla og góða hæfni í samskiptum ásamt því að hafa umtalsverða reynslu af teymisvinnu. Þá hefur hún sýnt fram á frumkvæði og sjálfstæði í starfi og þykir vera nákvæm og öguð í vinnubrögðum. Ásta Björk hefur góða almenna tölvukunnáttu, þekkir vel til Office365 og hefur lært á Navison bókhaldskerfið. Það er mat Vestmannaeyjabæjar að sú hæfni, þekking og reynsla sem Ásta Björk öðlast í námi til viðurkennds bókara, og í þeim störfum sem hún hefur sinnt, falli vel að þeim verkefnum og hæfnisþáttum sem tilgreindir voru í starfsauglýsingunni.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.