Herjólfur sigldi ekki fyrri ferð til Þorlákshafnar í dag, mánudag vegna veðurs. Athuga á með seinni ferð skipsins um hádegi en nú er 25 metra meðalvindhraði á Stórhöfða og ölduhæð við Surtsey er 7,8 metrar. Farþegar skipsins eru beðnir um að hafa samband í síma 481-2800 og fylgjast með fréttum um næstu ferð.