Slegið hefur verið upp veisluborðum í Skvísundi sem skreytt er með litríkum borðum og blöðrum. Skýringin er að þarna er verið að taka upp atriði í auglýsingu um Vestmannaeyjar fyrir Íslandsstofu.
Aðstoðarleikstjóri er Eyjamaðurinn Haraldur Ari Karlsson. „Við höfum verið að taka upp atriði víða á Heimaey sem lýkur með heljarmikilli veislu hér í Skvísusundinu. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt verkefni og gaman að vinna á heimaslóð. Alveg frábært, allir tilbúnir að taka þátt og vera með. Það er Sensor sem er framleiðandi,“ sagði Haraldur Ari að endingu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst