Aukaferðir Strætó bara í aðra áttina fyrir Þjóðhátíð
Strætó Lan 2022 Cr
Strætó í Landeyjahöfn. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

​Strætó hefur sett upp 21 aukaferð yfir Þjóðhátíðina, en þær eru aðeins hugsaðar fyrir farþega sem eru á leið til Eyja. Á heimasíðu strætó (straeto.is) segir um aukaferðirnar: „Allar aukaferðir eru skipulagðar með áætlun Herjólfs að leiðarljósi en þær munu einungis stoppa í Mjódd, Hveragerði, N1 Selfossi, Hellu, Hvolsvelli og Landeyjahöfn.“

Samkvæmt upplýsingum ​frá Strætó er ekki í boði að nýta sér ferðirnar til baka, þ.e. úr Landeyjahöfn, strætó fer s.s. tómur til Reykjavíkur. Eyjafréttir beindu þeirri fyrirspurn til forsvarsmanna Strætó af hverju ekki væri t.d. unnt að taka með þá farþega sem biðu þegar vagninn kæmi í Landeyjar og hann myndi síðan stoppa aftur á sömu stöðum í bakaleiðinni aðeins til að hleypa út farþegum.​

Jóhannes Svavar Rúnarsson​, framkvæmdastjóri​ Strætó vísaði á Vegagerðina í svari til Eyjafrétta.  „Vegagerðin ber ábyrgð á þessum akstri. Mátt beina fyrirspurninni þangað​.“ sagði Jóhannes. Beðið er svara frá Vegagerðinni.

Nýjustu fréttir

Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Nám sem tengir saman skóla, atvinnulíf og samfélag
Draumar æskuáranna rættust
ÍBV tapaði toppslagnum gegn Val
Handverksmenn sýna í Einarsstofu
Samninganefnd skipuð vegna endurskoðunar á Herjólfssamningi
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.