Oliver Heiðarsson íþróttamaður Vestmannaeyja

Íþróttamaður ársins, 2024 var valinn nú fyrr í kvöld af Íþróttabandalagi Vestmannaeyja. Heiðurinn hlaut Oliver Heiðarsson, knattspyrnumaður ÍBV, fyrir framúrskarandi árangur á síðasta ári. Titilinn Íþróttafólk æskunnar fengu þau Kristín Klara Óskarsdóttir í flokki yngri iðkenda í handbolta og Andri Erlingsson í flokki eldri iðkenda í handbolta líka. Einnig voru veittar fleiri viðurkenningar fyrir framúrskarandi […]

Safnahúsið er menningartorg Vestmannaeyja

Gígja Óskarsdóttir tók við stöðu safnstjóra Sagnheima 1. janúar 2024. Gígja er þjóðfræðingur, fædd og uppalin í Vestmannaeyjum. Gígja útskrifaðist með BA-gráðu í Þjóðfræði frá Háskóla Íslands árið 2014 og fjallaði lokaritgerð hennar um sögu lundaveiða í Vestmannaeyjum.   „Ég reyndi að hafa námið í þjóðfræðinni sem fjölbreyttast. Tók m.a. kúrs í afbrotafræði og tók […]

Hressó fagnar 30 árum

Í dag fagnar líkamsræktarstöðin Hressó 30 ára starfsafmæli, en stöðin opnaði þann 6. janúar 1995. Þrátt fyrir að Hressó hafi verið stór hluti af samfélaginu í þrjá áratugi, mun stöðin loka dyrum sínum þann 31. maí næstkomandi. Hressó hefur ávallt lagt metnað í að bjóða upp á fjölbreytta líkamsræktartíma og hefur staðið fyrir námskeiðum og […]

Helgistund í Stafkirkjunni markaði lok jólanna

Í dag var haldin hin árlega þrettánda helgistund í Stafkirkjunni hér í Eyjum, þar sem gestir komu saman til að njóta kyrrðar og hátíðlegrar stundar. Tríó Þóris Ólafssonar lék og söng fyrir gesti. Séra Guðmundur Arnar Guðmundsson flutti hugvekju, þar sem hann hvatti gesti til að líta til baka með þakklæti og horfa fram á […]

Vel heppnuð Þrettándagleði

Þrettándagleði ÍBV fór fram með pompi og prakt í gærkvöldi þar sem sjá mátti jólasveina, tröll, álfa ásamt ýmsum kynjaverum. Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari Eyjafrétta var á staðnum og fylgdi göngunni eftir og smellti nokkrum skemmtilegum myndum af gleðinni. (meira…)

Alda og Emma fyrrverandi leikskólastjórar 

Við ræddum við þær Emmu H. Sigurgeirsdóttur Vídó og Öldu Gunnarsdóttur, en þær eru fyrrverandi leikskólastjórar á Kirkjugerði. Alda byrjaði á Kirkjugerði árið 1995 eftir að hún útskrifaðist frá Fósturskóla Íslands og tók við sem leikskólastjóri í desember 1997.  Á þeim tíma voru einungis tveir leikskólakennarar starfandi á Kirkjugerði og auk Öldu var það Ellý Rannveig Guðlaugsdóttir sem […]

Eyja skólastjóri – Börn eru bara svo dásamleg 

Leikskólinn Kirkjugerði fagnaði 50 ára afmæli þann 10. október síðastliðinn. Kirkjugerði hefur átt langt og farsælt starf í gegnum árin og langaði okkur að fá að heyra aðeins í fólkinu sem starfar og tengist Kirkjugerði. Við byrjuðum á að ræða við Eyju Bryngeirsdóttur núverandi leikskólastjóra Kirkjugerðis. Eyja byrjaði leikskólastarfsferil sinn í upphafi í leikskólanum Rauðagerði […]

Gunnhildur í Flamingo

Gunnhildur Jónasdóttir ásamt dætrum sínum þremur, Ernu Dögg, Tönju Björg og Hjördísi Elsu.  Gunnhildur Jónasdóttir, eigandi tískuvöruverslunarinnar Flamingo fagnaði ásamt fjölskyldu sinni og viðskiptavinum, 35 ára afmæli Flamingo í nóvember með pompi og prakt þar sem boðið var upp á tískusýningu, afslætti og léttar veitingar. Við fengum að spyrja Gunnhildi nokkurra spurninga.   Fjölskylda:   Ég […]

Nýja árinu fagnað með stæl

Eyjamenn tóku á móti nýja árinu með stæl á gamlárskvöldi, en mikið var sprengt og lýstu flugeldar upp himininn. Þrátt fyrir kulda var veðrið afar stillt og fallegt, sem gerði flugeldunum kleift að njóta sín til fulls. Óskar Pétur Friðriksson ljósmyndari Eyjafrétta náði að fanga þessa stórkostlegu ljósadýrð á mynd og ljóst er að Eyjamenn […]

U-19 landslið hlaut silfur á Sparkassen Cup

Á myndinni má sjá Eyjastrákana Elís Þór Aðalsteinsson, Jason Stefánsson og Andra Erlingsson.  U-19 landslið karla vann til silfurs á úrslitaleik á Sparkassen Cup í Merzig, Þýskalandi í gær þar sem þeir léku á móti Þjóðverjum. Þjóðverjar höfðu betur að þessu sinni og endaði leikurinn 27-31 Þjóðverjum í hag. Mótið var gríðalega góð reynsla fyrir […]

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.