Eyjamenn tryggðu sér oddaleik!

Undanúrslita-einvígi ÍBV og FH náði nýjum hæðum í dag, þegar fjórði leikur einvígisins fór fram. Allt var jafnt í leikslok og því þurfti að framlengja. Enn var jafnt eftir framlengingu og eftir aðra framlengingu var enn jafnt. Því þurfti vítakeppni til að skera úr um sigurvegara. Eyjamenn reyndust sterkari þar og nýttu öll sín vítaköst […]
HEIM Á NÝ – Tónlistarveisla til stuðnings Grindvíkingum

Það er flestum sameiginlegt að hafa samkennd og samúð með fólki, sem lífið hefur sett á hvolf. – Hugsum okkur fólkið í Grindavík, sem hefur valið sér þann frábæra stað til að búa á, byggt sér þar hús, eignast samfélag, staðið saman í blíðu og stríðu, og unað sér þar með vinum og fjölskyldum. – […]
Bærinn og Eyjaskokk í samstarf

Vestmannaeyjabær og Eyjaskokk hafa gert með sér samstarfssamning vegna The Puffin Run og Vestmannaeyjahlaupsins. Var samningurinn undirritaður þann 30. apríl sl. af Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra, Sigmari Þresti Óskarssyni og Magnúsi Bragasyni, fulltrúum Eyjaskokks. The Puffin Run er utanvegahlaup í byrjun maí í fallegu umhverfi Vestmannaeyja og í ár fer það fram næstkomandi laugardag. 1400 þátttakendur […]
Allt undir í Eyjum í dag

Tekst ÍBV að knýja fram oddaleik? Það kemur í ljós síðar í dag þegar flautað verður til leiksloka í fjórðu viðureign ÍBV og FH. Það er því allt undir hjá ÍBV í dag sem enn eru með bakið upp við vegg. Liðið sýndi ótrúlega seiglu í síðasta leik í Kaplakrika og má því búast við […]
Bikarslagur á Hásteinsvelli

Önnur umferð Mjólkurbikars kvenna hófst í gær og klárast í dag þegar Fram tekur á móti ÍH, Einherji tekur á móti FHL, Fjölnir tekur á móti ÍA. Í Eyjum tekur ÍBV á móti Aftureldingu. Leikurinn á Hásteinsvelli og hefst hann klukkan 14.00. Dregið verður í 16-liða úrslit föstudaginn 3. maí og þá munu liðin úr […]
Stelpurnar úr leik

Kvennalið ÍBV tapaði í kvöld gegn Val í þriðju viðureign liðanna. Valur sigraði einvígið 3-0, en leikinn í kvöld unnu þær 30-22. Birna Berg Haraldsdóttir var markahæst hjá ÍBV með sjö mörk. Liðið hefur lokið keppni í ár, en Valur mætir annað hvort Haukum eða Fram í úrslitum. Haukakonur leiða það einvígi 2-0. (meira…)
Dúndurveiði

Ísfisktogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir fullfermi í heimahöfn í Vestmannaeyjum sl. miðvikudag. Aflinn var mest ýsa og þorskur en einnig dálítið af löngu og ufsa. Skipin héldu á ný til veiða á föstudagsmorgun og komu síðan til hafnar á sunnudag með fullfermi. Úr þeim var landað í gær. Aflasamsetningin úr seinni túr […]
Bæta við áttundu ferðinni síðar í sumar

Herjólfur ohf. hefur ákveðið að sigla átta ferðir á dag frá og með 1. júlí nk. til 11. ágúst. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir jafnframt að megin tilgangur og markmið með rekstri Herjólfs ohf. sé að bæta þjónustu við viðskiptavini félagsins og ekki síst samfélagið sjálft. Því hefur verið tekin ákvörðun […]
ÍBV-dagur þann 1. maí

Það verður svo sannarlega mikið um að vera hjá ÍBV á morgun, 1. maí. 4.flokkur kvenna í knattspyrnu hefur daginn á Þórsvelli með tveimur leikjum gegn Val. 4.flokkur karla í handbolta tekur svo boltann með tveimur leikjum uppi í íþróttamiðstöð gegn Gróttu og Haukum. Stelpurnar okkar í meistaraflokki kvenna í knattspyrnu hefja svo leik gegn […]
Seinasta Aglow samvera vetrarins

Seinasta Aglow samvera vetrarins verður miðvikudaginn 1. maí. Þann 1. maí fáum við heimsókn frá Aglow konum í Garðabæ, segir í tilkynningu frá félaginu. Þær ætla að vera með okkur í bænagöngu og svo um kvöldið. Við komum saman við Landakirkju kl. 17.00 og leggjum af stað kl. 17.10 og göngum um bæinn og stoppum […]