Landsliðsstelpurnar á TM mótinu

Landsliðið og Pessuliðið léku sinn árlega leik á TM mótinu í ár. Leikurinn fór fram á Þórsvelli í frábæru veðri. Það var Landsliðið sem byrjaði leikinn betur og komust í 3-0 en Pressuliðið náði að jafna leikinn í seinni hálfleik og leikurinn endaði 3-3. Kolfinna Lind Tryggvadóttir og Arna Hlín Unnarsdóttir leikmenn ÍBV voru báðar valdar […]

Frábæru N1-móti lokið

N1-mót KA fór fram dagana 2. – 5. júlí en frá ÍBV tóku 44 strákar þátt í mótinu, 38 þeirra úr 5. flokki en 6 þeirra lánsmenn frá 6. flokki. Foreldrar fylgdu öllum strákum norður og er það mikilvægur þáttur í að láta mótið ganga sem best fyrir strákana sem upplifa mótið líkt og um […]

Eyjamenn náðu í stig af toppliðinu

ÍBV og Víkingur skildu jöfn í Eyjum í dag þegar liðin mættust á Hásteinsvelli í 14. umferð Bestu deildar karla. Fyrri hálfleikurinn var mjög bragðdaufur og lítið um færi á báða bóga. Sverrir Páll Hjaltested var nálægt því að koma Eyjamönnum yfir í fyrri hálfleik þegar hann náði að snúa varnarmann Víkings af sér og […]

Eyjakonur með 5-1 sigur á nýjum Hásteinsvelli

ÍBV sigraði sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur í 10. umferð Lengjudeildar kvenna í kvöld. Leikurinn fór fram á glænýjum Hásteinsvelli og veðrið lék við leikmenn og áhorfendur. Eyjastúlkur höfðu yfirhöndina allan leikinn og komust í 1-0 á 27. mínútu þegar Allison Grace Lowrey skoraði eftir góða sendingu í gegn frá Olgu Sevcovu. Olga skapaði næstu […]

Eyjamenn töpuðu gegn Fram

Eyjamenn máttu þola tap í fjórða leik sínum í röð er þeir tóku á móti Fram í 13. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Leikurinn fór fram í Úlfarsárdal og eftir mjög rólegar upphafsmínútur voru það heimamenn sem tóku forystuna á 20. mínútu leiksins þegar Freyr Sigurðsson náði að koma boltanum í markið eftir klaufagang […]

ÍBV stelpurnar rúlluðu yfir Fylki

Kvennalið ÍBV tók á móti Fylki í eina leik kvöldsins í 9. umferð Lengjudeildar kvenna. Leikurinn fór fram á Þórsvelli og voru Eyjastelpur með mikla yfirburði í leiknum. Allison Patricia Clark skoraði fyrsta mark leiksins á 12. mínútu með góðum skalla eftir hornspyrnu Olgu Sevcovu. Aðeins þremur mínútum síðar bætti hún svo við öðru marki […]

Karlalið ÍBV tapaði fyrir Aftureldingu

ÍBV og Afturelding mættust í nýliðaslag í 12. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Fyrir leikinn voru liðin jöfn með 14. stig í 8. og 9. sæti deildarinnar. Það voru Eyjamenn sem voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik og komust á bragðið strax á 12. mínútu þegar Hermann Þór Ragnarsson slapp einn í gegn. Hann […]

Eyjakonur áfram á toppnum

Eyja 3L2A1461

Heil umferð fór fram í Lengjudeild kvenna í kvöld þar sem Eyjakonur styrktu stöðu sína á toppnum þegar þær mættu ÍA á Akranesi. Það var Olga Sevcova sem skoraði eina mark leiksins á 39. mínútu þegar Allison Lowrey sendi stundusendingu í gegn og hún kláraði vel. Olga er nú búin að skora 5 mörk í […]

Eyjamenn úr leik í Mjólkurbikarnum

ÍBV eru úr leik í Mjólkurbikarnum eftir að þeir máttu þola svekkjandi 0-1 tap á heimavelli gegn Val í 8-liða úrslitum. Leikurinn byrjaði mjög rólega en eftir um 16. mínútna leik fengu Valsmenn hornspyrnu. Tryggvi Hrafn Haraldsson tók spyrnuna á nærsvæðið og Hólmar Örn Eyjólfsson kláraði af miklu öryggi með góðum skalla. Hvorugt liðið náði […]

Eyjakonur tylltu sér á topp Lengjudeildarinnar

Kvennalið ÍBV vann frábæran 2-5 útisigur á HK er liðin mættust í toppslag 7. umferðar Lengjudeildar kvenna í kvöld. Eyjakonur voru með yfirhöndina allan leikinn og voru 0-2 yfir í hálfleik en fyrsta markið kom á 27. mínútu en þar var að verki Allison Patrica Clark, eftir sendingu frá nöfnu sinni Allison Lowrey. Allison Lowrey […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.