Eyjafréttir og Eyjar.net sameinast

DSC_0840

Tímamót urðu í sögu fjölmiðlunar í Vestmannaeyjum í dag þegar tveir rótgrónustu miðlar bæjarins, Eyjar.net og Eyjafréttir sameinuðust. Með því gengur félagið ET miðlar inn í Eyjasýn og var samruninn samþykktur á aðalfundi Eyjasýnar í dag. Ritstjórn verður sameiginleg, sem Ómar Garðarsson og Tryggvi Már Sæmundsson stýra. Blaðið Eyjafréttir verður gefið út með sama fyrirkomulagi […]

Þrír skipverjar í haldi lögreglu

Rússneskur skipstjóri fraktskipins Longdawn hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa yfirgefið mann í sjávarháska norðvestur af Garðskaga í nótt. Haft er eftir Karli Gauta Hjaltasyni, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum á Vísi að auk skipstjórans séu fyrsti og annar stýrimaður einnig í haldi. Yfirheyrslur fara fram. Strandveiðibáturinn Hadda HF var að öllum líkindum siglt niður af […]

Fundu lunda á götunni

DSC_0786

Starfsfólk Marhólma fundu umkomulausan lunda á götunni fyrir framan fyrirtæki sitt í dag. Þau voru fljót að koma lundanum fyrir í kassa og eftir smá upplýsingar hjá ljósmyndara ætluðu þau að sleppa lundanum í frelsi sitt við sjóinn. (meira…)

Rausnarleg gjöf Líknar til HSU

DSC_0798

Kvenfélagið LÍKN afhenti í dag ný sjónvörp við hvert rúmstæði og á seturstofur á sjúkradeild HSU í Vestmannaeyjum. Sjónvörpin eru með nýju hótelkerfi sem auðveldar afþreyingar möguleika þeirra sem þar liggja inni. Í tilkynningu frá Kvenfélaginu segir að Gyða Arnórsdóttir hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri hafi veitti tækjunum viðtöku fyrir hönd sjúkradeildarinnar. Sjónvörpin eru 20 talsins og […]

Fært niður á óvissustig

Vatnsleidsla_Bakka.jpg

Ríkislögreglustjóri, í samráði við Lögreglustjórann í Vestmannaeyjum, hefur ákveðið að færa almannavarnastig niður á óvissustig vegna skemmda á þeirri lögn sem flytur vatn til neyslu og húshitunar í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Almannavarna. Þegar hættustigi var lýst yfir 29. nóvember 2023 lá umfang tjóns ekki fyrir en við skoðun komu í […]

Fetaði í fótspor föður síns

Danni_ellert_IMG_5049

Við sögðum frá því í byrjun vikunnar að 6. flokkur ÍBV hafi tryggt sér Íslandsmeistartitilinn í handbolta um helgina. Ellert Scheving Pálsson, framkvæmdastjóri ÍBV á son í liðinu, Daníel Gauta. „Það hefur verið einstaklega gaman að fylgjast með þessum strákum í vetur. Ekki nóg með það að þeir séu efnilegir handboltamenn þá er framkoma þeirra […]

1. bekkingar fengu hjálma frá Kiwanis

IMG_6075

Í morgun fór fram afhending á reiðhjólahjálmum til handa 1. bekkingum GRV í Hamarsskóla. Í tilkynningu frá klúbbnum segir að  þetta sé landsverkefni Kiwanishreyfingarinnar, sem staðið hafi frá árinu 2003. En upphafið má rekja til ársins 1990 þegar Kiwanisklúbburinn Kaldbakur á Akureyri hóf að gefa hjálma. Í kjölfarið bættust klúbbar við þangað til þetta var […]

Stefni flutningaskipsins laskað

DSC_0757

Um hádegi í dag kom til hafnar í Eyjum flutningaskipið Longdawn. Grunur er um að skipið hafi siglt á strandveiðibát sem sökk norðvestur af Garðskaga í nótt. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að mannbjörg hafi orðið þegar strandveiðibátur sökk norðvestur af Garðskaga á þriðja tímanum í nótt. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarkall frá skipstjóra annars strandveiðibáts klukkan […]

Þess vegna!

njáll_ragg

Staða forseta Íslands var á dögunum auglýst laus til umsóknar. Tólf einstaklingar sóttu um – ólíkt fólk með mismunandi bakgrunn, mismunandi reynslu og þekkingu, allt fólk sem vafalaust mun setja svip sinn á embættið og standa vörð um hagsmuni lands og þjóðar nái það kjöri. Eftir hálfan mánuð kemur það svo í okkar hlut að […]

Takk fyrir okkur!

karlakor_fanar_ads

Karlakór Vestmannaeyja hélt á uppstigningardag árlega vortónleika sína. Aðsókn var vonum framar og gengu tónleikarnir vel. Í tilkynningu segir að meðlimir í Karlakór Vestmannaeyja vilji koma á framfæri þakklæti til þeirra sem mættu og nutu kvöldsins með þeim og þá ekki síst meðlimum úr Karlakórnum Ernir sem gerðu sér ferð frá Ísafirði til þess að […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.