Bæjarstjórn Äänekoski í Finnlandi, vinabæjar Hveragerðis, hefur boðið fulltrúum bæjarins til vinabæjamóts í júní í sumar.
Bæjarráð Hveragerðis hefur þekkst boðið og samþykkt að Eyþór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar og einn fulltrúi minnihlutans fari á mótið.