Farfuglaheimili á efri hæðir Bárustígs 15

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa fór fram í vikunni sem leið þar lá fyrir umsókn um byggingarleyfi við Bárustíg 15. Guðjón Pétur Lýðsson fh. Lundapysja ehf. sækir um leyfi fyrir að breyta notkun á 2. og 3. hæð Bárustíg 15 úr skrifstofurými í farfuglaheimili (hostel). Fram kemur í niðustöðu ráðsins að umsóknin er samþykkt og að bygg­ing­ar­full­trúi muni gef­a út bygg­ing­ar­leyfi.

Húsið var reist við Bárustíg 15 árið 1962 og hýsti það til að byrja með verslun Sigurbjargar Ólafsdóttur og verslunina Mózart. Þekktast er húsið fyrir að hafa hýst Sparisjóð Vestmannaeyja allt frá árinu 1962. Fjöldi frirtækja hefur haldið úti starfsemi á efri hæðum húsins en síðustu ár hafa bæjarskrifstofur Vestmannaeyja haft aðsetur í húsinu. Í dag er Landsbankinn með aðsetur á jarðhæð húsins.

Nýjustu fréttir

Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.