Bergur VE landaði fullfermi
Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergur VE lönduðu báðir fullfermi í Vestmannaeyjum. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Ísfisktogarinn Bergur VE landaði fullfermi í Eyjum í gær. Þetta var fyrsti túr skipsins að loknu eins mánaðar hléi frá veiðum.

Aflinn var fyrst og fremst þorskur, ýsa og ufsi. Vefur Síldarvinnslunnar ræddi við Jón Valgeirsson, skipstjóra.

„Við fórum austur á Papagrunn og þar gekk vel að fiska. Það var 18 tíma stím hvora leið. Þarna vorum við að veiðum í bongóblíðu og þarna virðist vera mikið líf. Fiskurinn er í síld á þessum slóðum. Það eru ekki mörg skip að veiðum núna því margir eru komnir í þrot með kvóta. Við förum út aftur annað kvöld og þá er stefnan að reyna við karfa,“ segir Jón.

Nýjustu fréttir

Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.