Best væri að gera Blátind sjófæran
Blátindur stóð í fjölda ára norðan við Skipalyftuna eftir að Vestmannaeyjabær fékk hann til vörslu. Þessi mynd er tekin af Helga Tórshamar í febrúar 2013.

Blátindur VE 21 og örlög hans voru til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í gær þar var lagt fram mat á varðveislugildi Blátinds VE sem unnið var að undirlagi Minjastofnunar. Matið vann Helgi Máni Sigurðsson, formaður Sambands íslenskra sjóminjasafna og sérfræðingur á Borgarsögusafni Reykjavíkur.

Í samantekt skýrslunar kemur fram:

Blátindur er friðaður vegna aldurs. Hann er síðasta eintak sinnar tegundar, þ.e. er eini þilfarsvélbáturinn sem eftir er af þeim sem smíðaðir voru / Vestmannaeyjum á 20. öld en þeir voru 78.

Blátindur tilheyrir þþriðju kynslóð fiskibáta á eftir opnum árabátum og opnum vélbátum. Hann telst vera með fremur gamaldags skrokklagi sem er orðið fágætt og eykur gildi hans

Báturinn var á sínum tíma meðal stærstu og glæsilegustu fiskiskipa Vestmannaeyjum Hann er dæmigerður fyrir þá vélbáta gerðir voru út frá Vestmannaeyjum um og upp úr miðri 20. öldinni á vetrarvertíð og fóru til síldveiða á sumrin meðan síldin gaf.

Hann er ómetanleg heimild um undirstöðuatvinnuveg Vestmannaeyja, stærstu verstöðvar landsins. Hann hefur einnig mikið gildi fyrir fiskveiðisögu landsins. Varðveislugildi bátsins er enn meira fyrir það að sléttsúðaðir eikarbátar týna nú hratt tölunni á Íslandi

Blátind ber því tvímælalaust að varðveita. Út frá varðveislusjónarmiði skiptir ekki meginmáli hvernig það er gert þrír möguleikar eru í stöðunni:

1. Að koma honum skjól, b.e. undir bak, í bví ástandi sem hann er
2. Að koma honum sýningarhæft ástand og hafa hann annað hvort innandyra eda utan
3. Að gera hann sjófæran og láta hann liggja við bryggju þegar hann er ekki í notkun

Best væri að gera Blátind sjófæran. En þad er dýrasti kosturinn og e.t.v. ekki raunhæfur

Skýrslan í heild sinni
Mat á varðveislugildi Blátinds ve 21.pdf

 

 

Nýjustu fréttir

Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Nám sem tengir saman skóla, atvinnulíf og samfélag
Draumar æskuáranna rættust
ÍBV tapaði toppslagnum gegn Val
Handverksmenn sýna í Einarsstofu
Samninganefnd skipuð vegna endurskoðunar á Herjólfssamningi
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.