Eyjamenn grínast með það þessa dagana að besti súlustaður landsins, sé í Vestmannaeyjahöfn. Ekki er um hefðbundinn súlustað að ræða, heldur er um að ræða fuglinn súlu sem sækir nú æti í Vestmannaeyjahöfn og hefur gert síðustu vikur. Súlukast er tilþrifamikil sjón en súlan stingur sér þá niður í sjóinn, oft úr talsverði hæð og nær því mikilli ferð. Súlan teygir úr sér og er líkari pílu eða eldflaug sem skotið er niður. Svo bætist við einn og einn hnúfubakur þannig að sjónarspilið er mikið og hafa Eyjamenn verið iðnir við að kíkja bryggjurúnt og skoða þennan fyrsta opna dýragarð á Íslandi. Og það besta er, það er frítt inn.
�?skar Pétur Friðriksson var staddur við fiskimjölsverksmiðju Ísfélagsins, FES, í gær þegar súlan kastaði sér niður alveg upp undir fjöruborðið. Sjón er sögu ríkari eins og meðfylgjandi myndband sýnir. Lagið með myndbandinu er með Sigurrós og heitir Viðrar vel til loftárásar, sem á ágætlega við.