Betri Eyjar – fyrir alla!
4. maí, 2022
Rannveig Ísfjörð

Vestmannaeyjabær er stærsta þjónustufyrirtækið í sveitarfélaginu með fjölþætta, lögbundna, ólögbundna og mikilvæga þjónustu sem nær til allra íbúa. Markmið bæjarins ætti ávallt að vera að þjónusta alla íbúa eins best og hægt er hverju sinni og horfa til framtíðar með heildarhagsmuni að leiðarljósi.

Bæjarmálafélagið Fyrir Heimaey var stofnað fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2018 og var þá með háleit og góð markmið til að bæta þjónustu við íbúa sama á hvaða aldri þeir voru. Það hefur tekist.

Vinnan hjá Fyrir Heimaey er ekki búin heldur er hún rétt að byrja! Á síðustu 4 árum hefur margt gengið á hjá okkur Eyjamönnum eins og mörgum öðrum, meðal annars heimsfaraldur og loðnubrestur sem höfðu þar hvað mestu áhrif. Þrátt fyrir það er verið skila af sér góðu búi í lok þessa kjörtímabils. Búi sem við viljum halda áfram að styrkja og gera enn betur við íbúa en við höfum gert.

Á síðustu fjórum árum er búið að auka þjónustu við íbúa á mörgum sviðum og má þar nefna, tvöföldun á frístundastyrk, snemmtæka íhlutun í leikskólum, 12 mánaða börn geta fengið leikskólapláss, heilsuefling eldri borgara, úthlutun lóða er í sögulegu hámarki, nýir hverfis leikvellir, uppbygging á skólalóðum, stofnaður var þróunarsjóður leik- og grunnskóla, umhverfisstefna mótuð, endurnýjaður samningur um rekstur Herjólfs sem felur í sér minni áhættu fyrir sveitarfélagið, ný slökkvistöð byggð, ný heimasíða tekin í notkun, íbúagáttin komin í fulla virkni og ég gæti haldið endalaust áfram því listinn er langur.

Það eru mörg spennandi verkefni framundan og af nægu að taka og er það stefna Fyrir Heimaey að hér verði fjölskylduparadís þar sem Vestmannaeyjar verður samkeppnishæfur valkostur til búsetu fyrir alla með tilliti til margra þátta og mætti þar nefna húsnæði, atvinnu, menntunar, heilbrigðisþjónustu, frístunda og menningar.

Í stefnuskrá listans er farið yfir hvernig við náum þessum markmiðum á næstu árum.

Stóra markmiðið er að hér verði Betri Eyjar – fyrir alla!

Rannveig Ísfjörð, formaður Bæjarmálafélagsins Fyrir Heimaey og varamaður í fræðsluráði.

– Höfundur skipar 8. sæti á lista Fyrir Heimaey í komandi sveitarstjórnarkosningum

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst