Trommuleikarinn góðkunni gaf út sína fyrstu sólóplötu árið 2016 Svartur 2
og vakti hún verðskuldaða athygli.
Ný plata Útiklefinn er væntanleg í lok september og er Biggi á svipuðum slóðum
og á þeirri fyrri undir Acid Jazz og Fönk áhrifum.
Sem fyrr eru landsþekktir hljóðfæraleikarar með Bigga á þessari plötu.
Fyrsta lagið sem við fáum að heyra er hið ódauðlega lag Ég veit þú kemur
eftir Oddgeir Kristjánsson í nýjum búningi, létt fönkað og jazzað.
„Við vorum alltaf að leika okkur með þetta strákarnir Diddi og Þórir þegar við vorum að spila dinner og ég ákvað í framhaldi að taka þetta upp í þessum feeling.” sagði Biggi um ástæðu þess að Ég veit þú kemur rataði inn á plötuna.
Lagið má hlusta í spilaranum hér að neðan.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst