Dregið var í 16-liða úrslit Coca-cola bikars karla í hádeginu í gær. Ríkjandi bikarmeistarar ÍBV drógust þar á móti Gróttu og mun mæta þeim í Eyjum .
ÍBV 2 drógst hins vegar á móti liði ÍR og fá einnig heimaleik.
Aðrir leikir í 16-liða úrslitum eru þessir:
Víkingur – FH
HK – Valur
Valur 2 – Fjölnir
Mílan – Þróttur
Haukar – Afturelding
Fram – Selfoss
Leikirnir fara fram 12. og 13. desember.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst