Umferðarljósin á gatnamótum Bessastígs og Heiðarvegar eru biluð. Bilunina má sennilega rekja til rafmagnstruflana og þarf að endursetja tölvubúnaðinn sem stjórnar ljósunum. Það getur tekið einhverja daga þar sem senda þarf búnaðinn til umboðsaðila. Það er því rétt að árétta að ökumenn fari varlega um þessi gatnamót, enda helsta gönguleið nemenda í Barnaskólanum í Íþróttamiðstöðina.