Birkir Kristins, Bjarnólfur og Tryggvi Guðmunds rífa fram skóna
Tökur á nýrri þáttaröð sem sýnd verður á Stöð 2 og ber heitið Framlengingin hefjast næstkomandi fimmtudag. Í þáttunum Framlengingin ferðast margir af þekktustu fyrrverandi knattspyrnumönnum Íslands um landið og skora á knattspyrnulið á landsbyggðinni í góðgerðarleik til styrktar málefnum í hverju sveitarfélagi. Búið er að mynda öflugt og sterkt lið sem heitir FC Ísland.
Það er mikill keppnisandi í liðinu og þó þeir séu komnir af léttasta skeiði í boltanum eru þeir sannfærðir um að sigra alla leikina. Heyrst hefur að verið sé að smala í mjög sterk lið á öllum stöðum þar sem keppt verður, þannig að FC Ísland er með ýmsar stórgóðar og nýjar hugmyndir um það hvernig þeir ætla að ná fram sigri í leikjunum. Liðið gerir meira en bara að spila fótbolta en ýmsar skemmtilegar þrautir verða lagðar fyrir liðið með það að markmiði að safna áheitum.
Góðgerðamál í Vestmannaeyjaleik: Við munum í samstarfi við Ufsaskalla vinna að góðgerðarsöfnun fyrir stuðningsfélag krabbameinssjúklinga í Vestmannaeyjum. Ufsaskalli ætlar að gefa 500.000 kr tengslum við þáttinn.
Leikmannahópur FC Íslands í Vestmannaeyjum:
Baldvin Jón Hallgrímsson
Birkir Kristinsson
Bjarnólfur Lárusson
Björgólfur Takefusa
Eyjólfur Örn Eyjólfsson
Eysteinn Lárusson
Hjörtur Hjartarson
Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Þórarinsson /veðurguð
Jón Hafsteinn Jóhannsson
Sævar Þór Gíslason
Tryggvi Guðmundson
Valur Fannar Gíslason
Fyrirliði FC Ísland: Bjarnólfur Lárusson
Þjálfari: Tómas Ingi Tómasson
Aðstoðarþjálfari: Friðgeir Bergsteinsson
Fyrirliði í liði Eyjamanna: Gunnar Heiðar
Kíktu á Hásteinsvöll á fimmtudagskvöldið klukkan 20:00 í alvöru fótbolta stemningu til styrktar góðgerðarmála!

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.