Eftirminnileg Herjólfsferð – myndir

20240816 171634(0)

Það var eftirminnileg ferð fyrir erlendu ferðamennina sem fóru frá Eyjum með Herjólfi í gær. Um borð voru 17 lundapysjur sem var sleppt til þeirra frelsis á miðri leið.. Túristarnir stilltu sér upp og fylgdust með af athygli og mynduðu eins og okkar maður, Óskar Pétur Friðriksson. Í bakaleiðinni var Óskari boðið upp í brú […]

Pattaralegar pysjur þetta árið

„Nú hafa 2106 pysjur verið skráðar í pysjueftirlitið. Þar af hafa 745 þeirra verið vigtaðar og er meðalþyngd þeirra 310 grömm. Það er mjög góð meðalþyngd, þó að hún hafi farið aðeins niður á við síðustu daga. Endilega skráið pysjurnar sem þið finnið inn á lundi.is. Það tekur örskamma stund og einfaldast að gera það í […]

Saga af Þorsteini Inga bróður og fleirum

-Árni Sigfússon rifjar upp flutning til Reykjavíkur – Hann er höfundur þjóðhátíðarlagsins 1978, Ágústnótt og á textann líka Hér er minning um prófessorinn og bróður minn Þorstein Inga. Hún tengist flutningi okkar frá Eyjum og fyrsta árinu í Reykjavík. Við fjölskyldan fluttum frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur þegar ég var 12 ára gamall, um sumarið 1969. Þorsteinn Ingi […]

Vísurnar hans Inga Steins

„Það er mér sannur heiður að standa hér með bókina, Vísurnar hans pabba, en textann skrifaði ég sjálfur en ljóð og og vísur eru eftir pabba sjálfan. Inga Stein Ólafsson sem fæddist í Eyjum 22. apríl 1942 og lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 19. desember 2022,“ sagði Friðþór Vestmann Ingason, sonur Inga Steins og Guðnýjar Stefaníu […]

Hrein íslensk ofurfæða

B2B VON 8581

Jóhannes Egilsson er fæddur  árið 1977, borinn og barnfæddur Eyjamaður.  Sonur Ernu Jóhannesdóttur og Egils Egilssonar. Hann fluttist frá Eyjum í kringum árið 2000 þegar hann fór í Háskólann í Reykjavík og tók Bsc í International Marketing. Jóhannes er giftur Sigþrúði Ármann lögfræðingi og saman eiga þau 3 börn, Ernu Maríu 19 ára, Kristján Ágúst […]

Að nálgast 2000 pysjur

20240815 233910

Lundapysj­u­tím­inn stend­ur nú sem hæst og má búast við töluverðum fjölda pysja í byggð næstu nætur. Á facebook-síðu Pysjueftirlitsins er sýnt graf þar sem má sjá fjölda pysja á dag , sem skráðar hafa verið inn í pysjueftirlitið á lundi.is. Einnig sýnir það meðalþyngd pysjanna hvern dag. Þar er líka lína sem sýnir meðalþyngd pysja […]

Fram sótti þrjú stig til Eyja

Eyja_3L2A2658

Fjórir leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna í kvöld. Í Eyjum tók ÍBV á móti Fram. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn. Fram skoraði fyrsta mark leiksins á 29. mínútu með marki frá Emmu Björt Arnarsdóttur. Í upphafi síðari hálfleiks jafnaði Ágústa María Valtýsdóttir metin, en á 66. mínútu skoraði Birna Kristín Eiríksdóttir annað […]

Saga Land­eyja­hafnar

landeyjah_her_nyr

Landeyjahöfn er eitt umtalaðasta og umdeildasta samgöngumannvirki landsins. Tilkoma hafnarinnar hefur hins vegar stórbætt samgöngur til Vestmannaeyja eins og kom fram á morgunfundi Vegagerðarinnar snemma í vor þar sem verkefni hafnadeildar voru til umfjöllunar. Kjartan Elíasson, verkfræðingur á hafnadeild, flutti erindi um sögu Landeyjahafnar en hún er eina höfnin á Íslandi sem er í eigu […]

23% minni afli í júlí í ár

Kor Bryggja Tms

Í júlí lönduðu íslensk skip rúmum 78,3 þúsund tonnum af afla sem er 23% minni afli en í júlí 2023. Mikill samdráttur var í veiðum á uppsjávarafla, að því er segir í fréttatilkynningu frá Hagstofu Íslands. Heildarafli á tólf mánaða tímabilinu frá ágúst 2023 til júlí 2024 var tæplega 1,1 milljón tonn sem er 27% […]

Mun einkum bitna á íbúum landsbyggðarinnar

Eimskip Is

Stjórnvöld birtu nýlega áform sín um að leggja kílómetragjald á öll ökutæki óháð orkugjafa og mun gjaldið ráðast af þyngd tækjanna. Eitt og sama gjaldið verður lagt á ökutæki undir 3.500 kg en sé leyfð heildarþyngd ökutækis yfir 3.500 kg mun kílómetragjaldið fara stigvaxandi eftir þyngd út frá ákveðnum þyngdarstuðli. Til viðbótar bætist við kolefnisgjald […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.