Elliði Vignisson, bæjarstjóri fór yfir bréf Kristjáns L. Möllers, samgöngu- og sveitastjórnaráðherra sem birtist hér á Eyjafréttum í gær. Elliði lítur bréfið alvarlegum augum enda er vegið að bæjarstjórn Vestmannaeyja og embættisfærslum bæjarstjóra af ráðherra sveitastjórnamála að hans mati. Hann segir ráðherra hafa unnið gegn drögum að siðareglum ráðherra sem forsætisráðherra hafi birt á vef sínum og efast um að ráðherra sé þess fær að fjalla um sveitastjórnarmál í Vestmannaeyjum, ef til þess kæmi. Úrdrátt úr ræðu Elliða má lesa hér að neðan.