Breiðablik - ÍBV : 3-0

Nú stendur yfir leikur ÍBV og Breiðabliks í Kópavogi, töluverður styrkleikamunur er á liðunum og tölfræðilega séð er líklegra að Blikar fari með sigur af hólmi, hins vegar getur allt gerst í boltanum og ÍBV liðið á mikið undir.

ÍBV er nú í 9. sæti Bestu deildarinnar og ljóst er að liðið mun spila í neðri hluta deildarinnar eftir skiptingu. Þessi leikur hefur mikið að segja upp á það hversu marga úti- á móti heimaleikjum liðið fær eftir skiptingu.

Fréttin verður uppfærð.

Leik er lokið og niðurstaðan er þrjú – núll tap hjá okkar mönnum. Mörk Blika skoruðu: Jason Daði með tvö og Dagur Dan með eitt mark.

FH tapaði einnig gegn Stjörnunni í dag, en sú niðurstaða vinnur með okkur, og stefnir allt í þrjá heimaleiki hjá ÍBV í botnbaráttunni við skiptingu deildarinnar. Alltaf betra að fá heimaleik heldur en útileik.

Myndir: Hafliði Breiðfjörð hjá Fótbolti.net

Þjálfarinn, Hemmi Hreiðars, hefur alltaf haft trú á liðinu.

 

Nýjustu fréttir

Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.