Bjarney Magnúsdóttir, leikskólastjóri á Kirkjugerði, fór yfir áætlaðar skipulagsbreytingar á leikskólanum á fundi fræðsluráðs í vikunni. Breytingarnar eru vegna verulegrar fækkunar barna næsta haust.
„Deildum verður fækkað úr fimm í fjórar en fimmta deildin verður nýtt sem sameiginlegt rými fyrir aðrar deildir. Þetta þýðir einnig breytingar á starfsmannahópi og þá verður ráðinn verkefnastjóri tímabundið í stað aðstoðarleikskólastjóra,“ segir í bókun ráðsins.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst