ÍBV átti ekki draumabyrjun í Pepsi Max-deild karla er þeir tóku á móti Fylki á Hásteinsvelli í fyrsta leik sumarins.
ÍBV spilaði 5-3-2 og var þannig skipað: Mark: Halldór Páll Geirsson. Vörn: Diogo Coelho, Sigurður Arnar Magnússon, Gilson Correia, Telmo Castanheira, Matt Garner (Evariste Ngolok 80). Miðja: Priestley Griffiths (Guðmundur Magnússon 54), Sindri Snær Magnússon, Jonathan Franks. Sókn: Jonathan Glenn, Víðir Þorvarðarson (Felix Örn Friðriksson 71).
Liðin fóru rólega inn í leikinn og fór hann að mestu fram á miðjunni fyrstu 30 mínúturnar. Ásgeir Eyþórsson kom Fylki yfir á 40. mínútu eftir mistök Halldórs Páls Geirssonar, markvarðar ÍBV. Önnur mistök í vörn ÍBV fimm mínútum síðar enduðu með sjálfsmarki Sigurðar Arnars Magnússonar í blálok síðari hálfleiks. Staðan því 0-2 þegar gengið var til leikhlés.
Eyjamenn reyndu að færa sig ofar á völlin í síðari hálfleik en Fylkismenn náðu að bæta við marki á 57. mínútu. ÍBV átti nokkur ágæt skot á markið undir lok leiksins en náðu þó ekki að minnka muninn. Lokatölur því 0-3 Fylki í vil.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst