Á morgun frá klukkan 11:00 – 15:00 fer fram árlegur Bryggjudagur ÍBV og Böddabita í Vigtarhúsinu og á Vigtartorgi. Á staðnum verður fiskmarkaður með fjölbreyttu úrvali fisktegunda, sölubás með ÍBV varningi, veitingasala og dorgkeppnin sívinsælla í umsjón Sigga Braga, fyrsta stýrimanns á �?rasa VE 20. Veiði hefst klukkan 11:30 og lýkur 13:00. Veitt verða verðlaun fyrir flesta fiska, þyngsta fiskinn og mesta aflann.