Búum til stemmningu fyrir stelpurnar okkar þær eiga það skilið

Besta deild kvenna hefst í dag með þremur viðureignum. Á Hásteinsvelli taka Eyjastúlkur á móti Selfossi. Flautað er til leiks klukkan 18.00 í Eyjum.

Það er nýr þjálfari í brúnni hjá ÍBV en Búlgarinn Todor Hristov tók við liðinu fyrir komandi leiktíð. Við heyrðum hljóðið í Todor í aðdraganda mótsins. „Ég er meira en spenntur fyrir sumrinu og hlakka mikið til fyrsta leiks. Það er ekkert skemmtilegra en að þjálfa á einum af fallegustu stöðum á Íslandi.“

Hann segir aðspurður liðið vera að koma vel undan vetri. „Ég er mjög lánsamur með þennan hóp. Við spiluðum leiki í Lengjubikarnum og æfingarleiki og er það mjög gaman fyrir mig sem þjálfara að sjá svona margar ungar stelpur taka þátt og sjá framfarir hjá þeim hvern einasta dag. Þetta hafa verið góðir leikir þar sem stelpurnar hafa öðlast mikilvæga reynslu.“

Eins og oft áður hafa orðið töluverðar breytingar á leikmannahópnum milli ára. „Við höfum fengið frábæra leikmenn í liðið til okkar þær Holly O’Neill og Caley Lordemann frá Bandaríkjunum. Valentina Quinones og Camila Pescatore eru báðar frá Venezuela en með ítalskt vegabréf. Svo er Kristjana Sigurz komin til okkar aftur. Þær sem eru farnar eru Sandra, Madison, Ameera, Þórhildur, Hanna, Lavinia, Jessica, Lana og Auður.“

Todor hafði þetta að segja að lokum. „Mig langar að hvetja alla að koma á leiki í sumar og búa til stemningu fyrir okkar stelpur. Mér finnst þær búnar að standa sig vel í vetur og mér finnst þær eiga það skilið. Við munum lofa að gera okkar besta í hverjum einasta leik.“

Nýjustu fréttir

Foreldrar Elliða stolt á leið til Danmerkur
Dýpi ekki nægjanlegt í Landeyjahöfn — Herjólfur fer til Þorlákshafnar
Sigurmark ÍBV kom í blálokin gegn Fram
Andlát: Þórunn Pálsdóttir
Mílan Jezdimirovic skrifar undir samning við ÍBV
Aukum loðnuveiðar
Eyjagöng gera samninga um jarðfræðirannsóknir
Kristmundur Axel meðal listamanna á Hljómey
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.