Byrgismálið er flókið enda eru 8 kærendur og því er hver kæra rannsökuð sem einstakt mál. Að sögn Sigríðar Friðjónsdóttur, saksóknara hjá ríkissaksóknaraembættinu, er búið að fara í gegnum öll rannsóknargögn sem sýslumannsembættið á Selfossi sendi ríkissaksóknara í apríl síðastliðnum. Í dag sé málið sent aftur til sýslumanns til frekari rannsóknar. Ekki er gefið upp hvaða atriði það eru sem send eru til nánari rannsóknar en Sigríður segir, í samtali við mbl.is, það ekki óalgengt að mál séu send frá embættinu til frekari rannsóknar. �?að sé gert til að taka ákvörðun um afgreiðslu mála, það er hvort mál falli niður eða hvort ákært verði í þeim. Hún bendir á að um átta kærendur sé að ræða og hver kæra sé rannsökuð sem einstakt mál. Mbl.is greindi frá.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst