Byrja árið á fullfermi
sjomadur_bergey_opf_22
Myndin er tekin um borð í Bergey VE. Eyjafréttir/Eyjar.net: ÓPF

Ísfisktogarinn Bergur VE landaði fullfermi í heimahöfn sl. mánudag og í kjölfar hans kom Vestmannaey VE einnig með fullfermi og landaði í gær. Afli skipanna var að mestu þorskur og ýsa. Rætt er við skipstjórana á heimasíðu Síldarvinnslunnnar í dag. Ragnar Waage Pálmason, skipstjóri á Bergi, sagði að rólegt hefði verið framan af túrnum.

„Við byrjuðum á Pétursey og Vík. Síðan var haldið á Ingólfshöfðann. Þarna var ósköp rólegt og lítið að hafa. Þá færðum við okkur austar og byrjuðum í Hvalbakshallinu. Þar fékkst þorskur yfir nóttina og ýsa á 90 – 100 föðmum. Þarna vorum við í sólarhring en þá var það búið. Við drógum Hvalbakshallið norðureftir og fengum þorsk Utanfótar. Síðan var kastað í Litladýpi og haldið suðureftir. Þetta var ekki langur túr eða rúmir fjórir sólarhringar. Tveir sólarhringar fóru í stím og í rúma tvo vorum við að veiðum. Veðrið versnaði töluvert undir lok túrsins en þá var kominn norðan fræsingur,” sagði Ragnar. Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey, hafði svipaða sögu að segja og Ragnar.

„Við byrjuðum túrinn á Höfðanum og tókum þar tvö hol en það kom lítið út úr því. Þá var haldið austur á bóginn og veitt í Hvalbakshallinu, á Breiðdalsgrunni og í Berufjarðarál. Túrinn var síðan kláraður í Skarðsfjörunni. Veðurfarslega sluppum við þokkalega í þessum túr og það eru allir kátir um borð á þessu nýbyrjaða ári,” er haft eftir Birgi í fréttinni.

Nýjustu fréttir

Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Fréttapýramída 1992-95
ÍBV sækir ÍR heim
Siglt til Þorlákshafnar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.