Byrjað að reisa kerin

Vinna er nú hafin við uppsetningu á fiskeldiskerjum Laxeyjar í Viðlagafjöru.

Fram kemur á facebook-síðu fyrirtækisins að mikil vinna hafi átt sér stað undanfarnar daga, vikur og mánuði við að undirbúa verkið og hófst uppsetning í dag. Hvert fiskeldisker fyrir áframeldið eru 28 metrar í þvermál og rúmir 13 metrar á hæð og mun rúma 5000 rúmmetra af sjó.

Á þessu ári verða sett upp 8 slík ker og mun verkefnið og uppsetning ná fram á haust. Kerin eru mikil smíði bæði er varðar stærð og svo hönnun, það eru því ófáir starfsmenn Laxeyjar sem hafa setið á fundum varðandi kerin.

Það er danskt fyrirtæki sem hannar kerin og sér um uppsetninguna. Svona ker hafa verið notuð í öðrum verkefnum með mjög góðum árangri, segir að endingu í færslunni.

Nýjustu fréttir

Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.