Covid haft mikil áhrif á nýtingu á heimsendum mat
10. júní, 2021

Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs gerði á fundi fjölskyldu og tómstundaráðs í síðustu viku grein fyrir þróun heimsends matar til þjónustuþega stuðningsþjónustu og til stofnana Vestmannaeyjabæjar. Fyrir liggur mun meiri aukning á þjónustunni en áætlun gerir ráð fyrir og virðist áhrif Covid hafa fest í sessi meiri nýtingu á þessari þjónustu, fjölgun þjónustuþega og stöðugri nýtingu á heimsendum mat. Fyrir tíma Covid var heildarfjöldi skammta um 9 – 10 þúsund á ári. Mikil aukning varð árið 2020 sem sett var í samhengi við Covidástand. Búist var við að þróunin færi til baka þegar drægi úr áhrifum Covid. Það hefur ekki gerst heldur fjölgar þeim sem nýta sér umrædda þjónustu og stefnir í tvöföldun matarskammta frá því fyrir tíma Covid. Ef fram heldur mun þessi þróun leiða til þess að fjárhagsáætlun vegna heimsends matar stenst ekki.

Gera fólki kleift að búa í heimahúsum
Vestmannaeyjabær vill standa vörð um nauðsynlega þjónustu sem tryggja á félagslegt öryggi íbúa. Heimsendur matur til þjónustuþega stuðningsþjónustu Vestmannaeyjabæjar er mikilvægur þáttur í þeirri þjónustu og samræmist stefnu bæjarins í að gera fólki kleift að búa sem lengst í heimahúsum og við sem eðlilegst heimilislíf. Ráðið felur framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs að gera viðeigandi aðilum grein fyrir stöðu mála.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst