Eftir glæsilega byrjun í gær heldur dagskrá Goslokahátíð og eru ekki færri en 20 viðburðir í boði í dag. Eitthvað er í boði fyrir alla og fyrir unga fólkið má benda á að klukkan 15:30 er barnaskemmtun á Stakkagerðistúni í boði Ísfélags Vestmannaeyja. Gunni og Felix, Sumarsirkus Húlladúllunnar, Latibær og BMX brós.
Föstudagur 1. júlí
08:00 – Golfklúbbur Vestmannaeyja: Volcano open.
10:00-17:00 – Einarsstofa: Kortasýning.
10:00-18:00 – Eymundsson: Sunna spákona spáir í spil og bolla.
11:00-18:00 – Eldheimar: Ljósmyndasýning á verkum Kristins Benediktssonar.
11:00-18:00 – Heiðarvegur 6: Myndlistarsýning í verslun Grétars Þórarinssonar – Guðjón Týr Sverrisson 11 ára.
13:00-15:00 – Heimaey, vinnu- og hæfingarstöð: Opið hús. Handverk og kerti til sölu.
13:00-15:00 – Stakkagerðistún: Hestaferðir í miðbænum. Lagt af stað frá planinu við Akóges. Frjáls framlög.
13:00-15:00 – Kristey.is með opinn sölubás á Bárugötu.
14:00 – Stakkagerðistún: Airbrush tattoo.
14:00-18:00 – Strandvegur 50: Myndlistarsýning og opnar vinnustofur hjá Lista- og menningarfélagi Vestmannaeyja.
14:00-18:00 – Stakkagerðistún: Myndlistarsýning – 20 félagar úr Lista- og menningarfélagi Vestmannaeyja sýna útilistaverk.
14:00-18:00 – Akóges: Myndlistarsýning – Vængir morgunroðans – Viðar Breiðfjörð.
14:00-18:00 – Safnaðarheimili Landakirkju: Myndlistarsýning – Litróf lífs og náttúru – Bjartey Gylfadóttir.
15:00 – Tónlistarskólinn: Opnun myndlistarsýningarinnar Tabú – Aldís Gló Gunnarsdóttir. 18 ára aldurstakmark.
15:30 – Stakkagerðistún: Barnaskemmtun í boði Ísfélags Vestmannaeyja. Gunni og Felix, Sumarsirkus Húlladúllunnar, Latibær og BMX brós.
15:30 – Hótel Vestmannaeyjar: Opnun myndlistarsýningarinnar Vængjaþytur vonar – Erna Ingólfsdóttir Welding.
17:00 – Cracious kró: Opnun myndlistarsýningarinnar Landslög – Lóa Hrund Sigurbjörnsdóttir.
18:00 – Strandvegur 69: Opnun sýningar Ómars Smára Vídó í höfuðstöðvum GELP Diving. Teikningar og myndverk til sýnis og sölu. Allur ágóði rennur í námssjóð Ómars Smára.
20:00 – Höllin: Tónleikar – Bjartmar og Bergrisarnir.
Forsala á www.tix.is/hollin
22:00-01:30 – Prófasturinn: Tónleikar – Galdrakarlinn, Molda, Foreign Monkeys og Sveitta nostalgíubandið. Frítt inn!
23:00-02:00 – Höllin: Kátt í Höllinni ehf. býður öllum frítt á ball. Gullöldin leikur fyrir dansi.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.