Dagskráin er að vanda fjölbreytt og verður meðal annars boðið upp á hinar ýmsu listasýningar alla helgina ásamt þrennum tónleikum í Eldheimum með Hálft í hvoru á fimmtudagskvöldið, Trillutríó á föstudag og Kára Egilssyni á laugardag. Eins verða 70 ára afmælis tónleikar í Höllinni á föstudagskvöld með Pálma Gunnars.
Barnadagskráin verður að sjálfsögðu á sínum stað þar sem Leikhópurinn Lotta mætir á svæðið á föstudagseftirmiðdegi ásamt Latabæ. Á laugardeginum verður Landsbankadagurinn, sundlaugarpartý með Ingó Veðurguð og síðast en ekki síst verður fjölskylduskemmtun og útitónleikar á Stakkagerðistúni um kvöldið með fjölbreyttu úrvali listamanna.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst