Á sérstökum aldamótamatseðli í anda 19. aldar eru m.a. lummur með laxi í forrétt, langeldaður lambaskanki í aðalrétt og því fylgir að sjálfsögu skyr með bláberjum og rjóma. Sérlagaðar rjómatertur í tröllastærð, svokallaðir Drottningarhattar, verða á boðstólum til að minnast Konungskomunnar 1907. Á Eyrarbakka og Stokkseyri verður mikið um að vera þessa helgi en Rauða húsið býður líka upp á mikla tónlistarveislu í tilefni af Vorskipinu. Á laugardagskvöldið verður íslenskur jass fyrir matargesti, en þar munu þeir Jón Páll, Reynir Sigurðsson og Gunnar Hrafnsson flytja íslenskar djassballöður. �?egar leik þeirra lýkur taka Swing bræður við, í Rauða naflanum, en það er kjallarabarinn í Rauða húsinu. �?eir félagar stíga á stokk um 23.30 og flytja heitustu smelli jass-sögunnar af sinni alkunnu snilld fram á nótt.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst