Búið er að draga í 8-liða úrslit Coca-Cola bikarsins í karla og kvenna flokki en dregið var í �?gisgarði við Eyjaslóð í hádeginu í dag.
ÍBV átti tvö lið í pottinum en bæði liðin eiga þó eftir að spila sína leiki í 16 liða úrslitum. Sigri liðin þá leiki mæta strákarnir Val en hjá stelpunum í ÍBV 2 mæta Stjörnunni sem lögðu aðallið ÍBV að velli í gær. En eins og áður sagði eiga bæði lið eftir leiki sína í 16 liða úrslitum. Stelpurnar mæta ÍR á morgun klukkan 19:00 en strákarnir mæta HK mánudaginn 1. febrúar.
Hér fyrir neðan má sjá leikina en úrslitahelgin í bikarnum fer fram 25.-28. febrúar.
8-liða úrslit í karlaflokki:
Stjarnan – Fram
Haukar – Afturelding
HK/Í�??BV – Valur
Fjölnir – Grótta
8-liða úrslitin í kvennaflokki:
Selfoss – Grótta
Fylkir – Fram
Stjarnan – ÍBV 2/Í�??R
Haukar – HK