Drífa hættir eftir farsæl ljósmæðrastörf

Í tilkynningu frá HSU kemur fram að þann 17. janúar sl. var Drífa ljósmóðir kvödd eftir farsæl 29 ár við ljósmæðrastörf í Vestmannaeyjum. Drífa tók á móti yfir 1000 börnum á sinni starfsævi og hefur stutt margar fjölskyldurnar í barneignarferlinu.

Drífa flutti frá Akranesi til Vestmannaeyja árið 1994 og hóf störf við afleysingar, en kunni það vel við sig að hún settist að með dóttur sinni í framhaldinu. Hún segir að það hafi verið henni afar farsæl ákvörðun og henni hafi alla tíð liðið vel í Vestmannaeyjum. Drífa hefur upplifað miklar breytingar og þróun í heilbrigðiskerfinu á sínum starfsferli en ljósmæðraferilinn hennar spannar um 44 ár og starfað í um 50 ár sem heilbrigðisstarfsmaður. Henni hefur verið hugleikið að standa vörð um gjóða þjónustu og gjarnan sagt skoðun sína á barneignarþjónustunni. Drífa hefur alla tíð lagt líf sitt og sál í ljósmæðrastarfið og kveður nú eftir mjög fjölbreytta starfsævi sem ljósmóðir í Vestmannaeyjum.

Við kveðjum Drífu með söknuði og óskum henni alls hins besta. Færum henni kærar þakkir fyrir vel unnin störf við stofnunina.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.